Fréttir‎ > ‎

Aldursflokkamót UMSE 2013

posted Aug 28, 2013, 4:48 AM by Ungmennafélagið Smárinn
Nú er komið að hinu árlega aldursflokkamóti UMSE í frjálsum íþróttum.  Mótið verður haldið dagana 3.-5. september og hefst mótið klukkan 17 alla dagana.  Boðið verður upp á þrautabraut fyrir níu ára og yngri en keppni í ýmsum greinum fyrir eldri krakka.  Smárinn borgar keppnisgjald fyrir þá sem taka þátt í mótinu fyrir hönd félagsins.  Sigríður Guðmunds tekur við skráningum í síma: 894-4355. Frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan eða á fri.is (undir mótaforrit).

1. Keppnisgreinar:
 9 ára og yngri:
Þrautabraut.
 10-11 ára:
60 m, 400 m, langstökk, hástökk, boltakast, kúluvarp og 4 x 100 m.
 12-13 ára:
60 m, 80 m grindarhlaup, 600 m, langstökk, hástökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp, sleggjukast og 4 x 100 m.
 14-15 ára:
100 m, grindarhlaup (80 m stúlkur, 100 m piltar), 600 m, langstökk, hástökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp, sleggjukast og 4 x 100 m.
 16 ára og eldri:
100 m, grindarhlaup (100 m kvk., 110 m kk), 200 m, 800 m, langstökk, hástökk, stangarstökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp, sleggjukast og 4 x 100 m.
2. Keppnisdagarnir
Keppnin fer fram á þrem dögum. Fyrri tvo daganna er keppt á Þórsvelli í hlaupum, stökkum, spjótkasti og kúluvarpi. Á þriðja deginum verður eingöngu keppt í kringlukasti og sleggjukasti og fer keppnin fram á kastsvæði UFA.
3. Keppni:
 Raðað er af handahófi (random) í hlaupum og tímar ráða úrslitum (engin úrslitahlaup).
 4 tilraunir eru í tæknigreinum.
 Byrjunarhæðir í hástökki og stangarstökki eru ákveðnar á staðnum að höfðu samráði við þjálfara og keppendur.
 Heimilt er að keppa í næsta aldursflokki fyrir ofan í greinum sem ekki eru í boði í viðkomandi aldursflokki. Ef unnið er til stiga gilda þau eingöngu í stigakeppni félaga en ekki í stigakeppni einstaklinga.
 Heimilt er að keppa upp fyrir sig í boðhlaupum, en eingöngu má keppa í einu boðhlaupi.
4. Skráning:
Skráningarfrestur er til kl: 12:00 á hádegi, mánudaginn 2. september. Skráning fer fram á mótaforriti FRÍ og opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið. Aðildarfélög UMSE eru beðin um að skrá sína keppendur undir sínu félagi.
5. Þátttökugjöld:
 Þrautabraut 9 ára og yngri: 1.000.-
 10 -11 ára 500.- kr. á hverja grein. Að hámarki greitt 2.500.- fyrir einstaklingsskráningu.
 12 ára og eldri 750.- kr. á hverja grein. Að hámarki greitt 3.500.- fyrir einstaklingsskráningu.
 Boðhlaup: 1.000.- kr. á hverja sveit.
 Þátttökufélög eru beðin um að greiða þátttökugjöldin í fyrir sín félög í einu lagi. Hægt er að greiða á staðnum eða leggja inn á reikning UMSE:
kt. 670269-0519, reikn. 162-26-10705
6. Verðlaun:
 11 ára og yngri fá þátttökuverðlaun.
 Í eldri flokkum eru veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti.
 Í stigakeppni aðildarfélaga UMSE eru veitt verðlaun fyrir stigahæsta félag, stigahæsta einstakling 12-15 ára og 16 ára og eldri beggja kynja.
Comments