Velkomin á heimasíðu Umf. Smárinn

1. mars 2016

Mánudagskvöldið 7. mars kl. 20.00 verður aðalfundur Ungmennafélagsins Smárans haldinn í matsal Þelamerkurskóla.

Dagskrá:

1.      Fundarsetning og skipan starfsmanna

2.      Ársskýrsla stjórnar

3.      Ársreikningar

4.      Kosið í nefndir og stjórn

5.      Önnur mál

6.      Fundarslit

Hvetjum alla áhugasama um starf félagsins að mæta.  Pizzur í boði félagsins.

Bestu kveðjur, stjórn Ungmennafélagsins Smárans18. janúar 2016

Æfingar í íþróttahúsinu fyrir grunnskólakrakkana verða einungis á fimmtudögum fram á vorið.  Boðið verður upp á fótbolta strax eftir skóla á fimmtudögum og stendur æfingin til 15.50.

5. janúar 2015

Gleðilegt ár!

Þrettándabrenna Smárans verður laugardaginn 9. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland. Kveikt verður í brennunni kl. 20:00 og á sama tíma fara púkar á stjá. Eftir brennuna verður BINGO (á vegum Smárans) og kaffihlaðborð í Þelamerkurskóla (fjáröflun fyrir ferð nemenda í skólabúðir). Sjáumst hress og kát á laugardagskvöldið.


6. okt. 2015

Hagræn áhrif íþrótta

 

Fimmtudaginn 8. október kl. 15:00-17:00 fer fram málþing um hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskóla Íslands.

Málþingið er ætlað öllum sem láta sig íþróttir og áhrif þeirra í samfélaginu varða. 

Dagskrá:

15:00-15:10 – Opnun málþings
15:10-16:00 – Kynning áfangaskýrslu, Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor og Dr. Viðar Halldórsson lektor
16:00-16:10 – Kaffihlé
16:10-16:40 – Pallborðsumræður, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, Dr. Þórólfur Þórlindsson, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Dr. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands
16:40-17:00 – Fyrirspurnir og umræður úr sal
Dagskrálok

Skráningskraning@isi.is

Staðsetning:
Laugardalshöll, eystri inngangur

 

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ: Ragnhildur Skúladóttir (ragnhildur@isi.is s: 514 4000 / 8634767)

 

1. okt. 2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna. Málþingið fer fram 6. október kl: 16:30-18:00 í Háskólanum á Akureyri. 

Dagskrá: 

 Hafrún Kristjánsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir – Geðrænn vandi og algengi hans hjá íþróttamönnum. 

 Sævar Ólafsson – Íþróttaiðkun í mótvindi og svartnætti. 

 Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður, segir frá glímu sinni við geðræna erfiðleika.

 Ráðstefnustjóri: Ragnhildur Skúladóttir 

Skráning fer fram á skraning@isi.is Allir velkomnir

1. október 2015

Málþing um hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi menntaog menningarmálaráðuneytis, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskóla Íslands. Málþingið er ætlað öllum sem láta sig íþróttir og áhrif þeirra í samfélaginu varða. Skráning: skraning@isi.is Haldið 8. október 2015 kl. 15:00-17:00 Staðsetning: Laugardalshöll, eystri inngangur

Málþingsstjóri: Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Félag kvenna í atvinnulífinu Dagskrá: 

1. 15:00-15:10 – Opnun málþings 

2. 15:10-16:00 – Kynning áfangaskýrslu, Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor og Dr. Viðar Halldórsson lektor 

3. 16:00-16:10 – Kaffihlé 

4. 16:10-16:40 – Pallborðsumræður Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, Dr. Þórólfur Þórlindsson, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Dr. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands. 

5. 16:40-17:00 – Fyrirspurnir og umræður úr sal 

6. Dagskrálok


4. september 2015

Íþróttatímarnir okkar byrja mánudaginn 7. september. Æfingarnar verða strax eftir skóla í íþróttahúsinu á Þelamörk og standa til kl.15.50

Fimleikar verða á mánudögum næstu 6 vikurnar (til 12/10), þá tökum við stöðuna og sjáum til hvort við höldum áfram eða breytum yfir í badminton/bandý. Þjálfari; Inga Matthíasdóttir.

Fótbolti verður á fimmtudögum. Þjálfari; Þórólfur Sveinsson.

Minnum ykkur svo á facebook síðuna en þar eru ýmsar upplýsingar um starfsemi ungmennafélagsins og fréttir því tengdu, auk þess sem við setjum þar inn tilkynningar til iðkenda.


7. júlí 2015

Hér kemur bréf frá stjórn UMSE vegna Unglingalandsmótsins:

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er nú komin í gang. Mótið er að þessu sinni haldið á Akureyri dagana 30. júlí – 2. ágúst. Fjöldi keppnisgreina hefur aldrei verið meiri á mótinu og stefnir í að þetta verði stærsta Unglingalandsmótið til þessa. Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi mótsins skraning.umfi.is. Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 26. júlí. Þátttökugjald er kr. 6.000.- og er best að greiða það við skráningu. Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill og getur.

Keppnisgreinar
Eftirtaldar greinar verða á mótinu:
Badminton, boccia, bogfimi, borðtennis, dans, fimleikar, fjallahjólreiðar, frjálsíþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, handbolti, hestaíþróttir, júdó, knattspyrna, kraftlyftingar, körfubolti, listhlaup á skautum, motocross, parkour, pílukast, siglingar, skák, stafsetning, strandblak, sund, taekwondo, tölvuleikir og upplestur.
Í nokkrum hópíþróttagreinum geta einstaklingar skráð sig til keppni þrátt fyrir að hafa ekkert sérstakt lið. Mótshaldari mun sjá um um að koma viðkomandi í lið eða búa til lið þannig að allir geti keppt á jafnréttisgrundvelli.

Afþreying
Mikið er lagt upp úr alls konar afþreyingu frá morgni til kvölds fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir krakka sem eru 10 ára og yngri og eiga ekki möguleika á að taka þátt í íþróttakeppni mótsins.
Dagskrá mótsins og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Ungmennafélags Íslands www.umfi.is. Allir sem hafa greitt keppnisgjaldið geta tekið þátt í öllum viðburðum án nokkurs annars kostnaðar.

Tjaldsvæðið
Ókeypis er fyrir þátttakendur og fjölskyldur þeirra á tjaldsvæði mótsins. Sérstakar reglur gilda á tjaldsvæðinu sem öllum ber að fara eftir. Aðgangur að rafmagni á tjaldsvæðinu er fyrir hendi en rukkað er lágmarksgjald kr. 3.000.- fyrir alla helgina.

Þátttaka UMSE á mótinu
UMSE stefnir að því að fjölmenna á mótið líkt og áður. Stórt samkomutjald verður í tjaldbúðum UMSE og verður hefðbundin dagskrá þar, s.s. kvöldvaka og árleg grillveisla fyrir keppendur á ULM og aðstandendur þeirra.

UMSE mun gefa út sérstakan upplýsingabækling fyrir keppendur sína. Þar koma fram upplýsingar fyrir keppendur UMSE, dagskrá í tjaldbúðum UMSE og ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar.
Keppendur á mótinu eru á ábyrgð aðstandenda, hvort sem það er í keppni eða utan hennar. Þetta er fjölskyldu- og íþróttahátíð, þar sem áhersla er ekki síður lögð á félagslega þáttinn en þann keppnislega.

Samkomutjald UMSE
Samkomutjald UMSE verður að venju á tjaldstæðinu. Þar verða fastir dagskrárliðir en einnig verður hægt að hittast og spjalla yfir kaffi eða kakóbolla, fara yfir daginn og leita upplýsinga. Umgengni í tjaldinu, líkt og á tjaldsvæðinu verður á ábyrgð okkar allra.

Grillveislan
Grillveislan hefur verið mikilvægur liður í þátttöku okkar á mótinu. Samkvæmt hefðinni verður veislan á laugardags-kvöldinu. Keppendum UMSE á mótinu er boðið í grillið en fullorðnir aðstandendur greiða kr. 1.000.- Við höfum lagt áherslu á að vinna þetta saman, því margar hendur vinna létt verk. Ljóst er að ekki verða til stólar og borð fyrir alla og því hvetjum við sem flesta til að taka með sér sjálf og einnig diska, glös og hnífapör. Mikilvægt er að þeir sem hafa hug á að taka þátt í grillveislunni tilkynni það til UMSE umse@umse.is fyrir mótið

Upplýsingar um þátttöku UMSE
Helstu upplýsingar um þátttöku UMSE á mótinu er hægt að fá í gegnum vefinn á bæði heimasíðum okkar www.umse.is og einnig á facebook síðu UMSE.
Áhugasamir geta einnig komist á tölvupóstlista UMSE fyrir mótið með því að senda tölvupóst á umse@umse.is
Skrifstofa UMSE er opin mánudaga og fimmtudaga frá kl. 11:00 til kl. 15:00. Utan þess tíma er hægt að hafa samband í tölvupósti umse@umse.is eða í síma 868-3820.7. júlí 2015

Sunnudaginn 12. júlí, milli 13-16,  ætlum við í Smáranum að hjálpa til við að setja upp Miðaldamarkaðinn á Gásum. Okkur vantar fólk til að aðstoða okkur við verkið.  Við þiggjum alla hjálp en við leitum sérstaklega eftir fólki sem er 14+.  Þetta verkefni er fjáröflunarverkefni  fyrir Smárann og rennur ágóðinn til sumaræfinganna.  Ef þið hafið tök á að aðstoða okkur við þessa fjáröflun (og um leið upplifa að sjá hvernig miðaldamarkaðurinn rís) hafið samband við Jónínu Garðars í síma 899-4933.


7. júlí 2015

Félaginu var að berast bréf frá Unglingalandsmótsnefnd

Kæri ungmennafélagi.
Nú styttist óðum í að 18.Unglingalandsmót UMFÍ hefjist á Akureyri en eins og alltaf þá er mótið um verslunarmannahelgina.
Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11-18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.
Uppistaða Unglingalandsmótsins er íþróttakeppnin en keppt er í fleiri greinum nú en áður. Keppnisgreinar okkar að þessu sinni eru: BADMINTON, BOCCIA, BOGFIMI, BORÐTENNIS, DANS, FIMLEIKAR, FJALLAHJÓLREIÐAR, FRJÁLSÍÞRÓTTIR, GLÍMA, GOLF, GÖTUHJÓLREIÐAR, HANDBOLTI, HESTAÍÞRÓTTIR, JUDÓ, KNATTSPYRNA, KRAFTLYFTINGAR, KÖRFUBOLTI, LISTHLAUP Á SKAUTUM, MOTOCROSS, PARKOUR, PÍLUKAST, SIGLINGAR, SKÁK, STAFSETNING, STRANDBLAK, SUND, TAEKWONDO, TÖLVULEIKUR, UPPLESTUR.
Í nokkrar hópíþróttagreinar geta einstaklingar skráð sig til keppni þrátt fyrir að hafa ekkert sérstakt lið. Við sjáum um að koma viðkomandi í lið eða búum til lið þannig að allir geti keppt á jafnréttisgrundvelli.
Einnig er mikið lagt upp úr alls konar afþreyingu frá morgni til kvölds fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir krakka sem eru 10 ára og yngri og eiga ekki möguleika að taka þátt í íþróttakeppni mótsins.
Skráning á mótið fer fram á heimasíðu umfi.is og er hafin. Þátttökugjald er kr.6.000.- og er best að greiða það við skráningu. Allir sem hafa greitt keppnisgjaldið geta tekið þátt í öllum viðburðum án nokkurs annars kostnaðar. Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill og getur.
Ókeypis er fyrir þátttakendur og fjölskyldur á tjaldsvæði mótsins. Sérstakar reglur gilda á tjaldsvæðinu sem öllum ber að fara eftir. Aðgangur að rafmagni á tjaldsvæðinu en fyrir hendi en rukkað er lágmarksgjald kr.3.000.- fyrir alla helgina.
Samhliða Unglingalandsmótinu fer fram hátíðin „Ein með öllu“ á Akureyri. Unglingalandsmótið verður með sín keppnissvæði, sitt tjaldsvæði og á því verður tjaldið okkar þar sem kvöldvökurnar verða. Á sunnudagskvöldið munum við hinsvegar sameinast og halda lokakvöldið saman. Við hlökkum til að taka á móti ykkur. Kveðja F.h. Unglingalandsmótsnefndar 2015 Ómar Bragi Stefánsson


6. júlí 2015

Miðvikudaginn 8. júlí verður Sumarmót UMSE á Dalvík.

Mótið er haldið í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla.

Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum:
9 ára og yngri: boltakasti, 6om og langstökki
10-11 ára: spjótkasti, 60m og langstökki
12-13 ára: spjótkasti, 60m og langstökki

Mótið hefst kl. 16:30.

Hægt er að sjá keppnisgreinar og tímasetningar þeirra á slóðinni mot.fri.is  með því að smella á Sumarmót UMSE.  Skráning er á frjálsíþróttaæfingu Smárans í kvöld, mánudag eða á staðnum.  Á æfingu í kvöld fá börnin miða með upplýsingum um mótið og geta þá spurt þjálfara ef einhverjar spurningar vakna.

Þátttökugjald er 1.000.- á mann, óháð fjölda greina en Smárinn greiðir fyrir sína keppnismenn.

Í flokkum 10-11 ára  og  9 ára og yngri fá allir þátttökuverðlaun, en í flokki 12-13 ára eru veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti.


8. júní 2015

Minnum ykkur á að æfingar Smárans byrja í dag (mánudaginn 8. júní) kl. 20 (frjálsar).
Frjálsar: Mánudagar og miðvikudagar kl. 20 til 21.30.
Fótbolti: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19.30 til 21.00

Hvetjum ykkur til að sameinast í bíla á æfingar.

6. maí 2015

FRJÁLSÍÞRÓTTA ÆFINGABÚÐIR
UMSE mun halda árlegar frjálsíþróttaæfingabúðir á Dalvík 16.-17. maí.
Þjálfarar verða Unnar Vilhjálmsson, einn reyndasti frjálsíþróttaþjálfari landsins og íþróttakennari, Þórunn Erlingsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari og íþróttakennari og Þórarinn Hannesson, frjálsíþróttaþjálfari og íþróttakennari. Þátttaka í æfingabúðunum er opin fyrir alla frjálsíþróttakrakka 11 ára og eldri. Gjaldið fyrir þátttöku í búðirnar er 5.000 kr. á mann. Innifalið er fullt fæði og gisting, allar æfingar, fræðslufyrirlestur og sund.

Þátttaka í æfingabúðunum er opin fyrir alla frjálsíþróttakrakka 11 ára og eldri. Félög utan UMSE eru velkomin til þátttöku.
Æskilegt er að fararstjóri fylgi þátttakendum frá hverju félagi (fararstjórar greiða ekki fyrir gistingu og fæði).
Skráning fer fram á netfanginu frjalsar@umse.is eða í síma 660-2953 fyrir 13. maí.

F y r i r l e s t r a r
Í tengslum við æfingabúðirnar verður opinn fyrirlestur fyrir  íþróttafólk. Fyrirlesari að þessu sinni verður Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari BSc. Umfjöllunarefnið verður forvarnir meiðsla í íþróttum og fyrstu viðbrögð við meiðslum

24. mars 2015

Sérstakir styrkir vegna viðburða í Evrópskri ungmennaviku


Evrópsk ungmennavika verður haldin með pompi og prakt um alla Evrópu dagana 27. apríl – 10. maí.  Evrópa unga fólksins í samvinnu við Eurodesk á Íslandi mun veita allt að 250.000 kr. styrki til  íslenskra samtaka/hópa til að standa fyrir viðburðum í Evrópskri ungmennaviku. Þema Evrópskrar ungmennaviku 2015 er "Young people's participation in working life and in society in general".Frestur til að sækja um er 24. mars kl. 16:00

Niðurstöður munu liggja fyrir 31. mars.

Smellið hér til að sækja um Hverjir geta sótt um?
- Æskulýðsfélög og önnur félagasamtök
- Sveitarfélög (félagsmiðstöðvar og ungmennaráð) og aðrir opinberir aðilar
- Styrkþegar Evrópu unga fólksins

Viðburðirnir eiga að hvetja til virkrar þátttöku ungs fólks og/eða sýna að ungt fólk eru virkir gerendur í samfélaginu ásamt því að auka sýnileika Evrópu unga fólksins. Allir viðburðir verða að fara fram í Evrópskri ungmennaviku á tímabilinu 27. apríl – 10. maí.

Þema viðburða getur verið:
- Ungmenni sem virkir þátttakendur í samfélaginu
- Frumkvöðlastarf ungs fólks
- Upplýsingar um Evrópu unga fólksins og möguleika í alþjóðlegu samstarfi
- Kynning á niðurstöðum verkefna sem fengið hafa styrk hjá Evrópu unga fólksins
- Þátttaka ungs fólks í atvinnulífinu og/eða almenn þátttaka ungs fólks í samfélaginu
- Samtal ungs fólks og ráðamanna

Það er undir ykkur komið hvernig viðburðirnir verða og ekki hika við að vera skapandi og hugmyndarík!

Við mat á umsóknum verður helst skoðað:
-  Fjöldi þátttakenda (hversu mörg ungmenni verða virk í verkefninu og hvort að verkefni komi til með að hafa áhrif á aðra í nærsamfélaginu)
- Sýnileiki verkefnisins
- Samræmi milli fjárhagsáætlunar og markmiða verkefnisins
- Staðsetning verkefnis (reynt verður að styrkja verkefni á sem flestum stöðum)

Hámarks styrkur sem hægt er að sækja um fyrir hvern viðburð er 250.000 kr og miðar hann við raunkostnað við framkvæmd verkefnisins.

Styrkhæfur kostnaður er:
- Leiga á aðstöðu eða búnaði
- Efniskostnaður (t.d. á kynningarefni)
- Kostnaður vegna leiðbeinanda, listamanna o.s.frv. (ekki laun fastra starfsmanna umsækjenda)
- Veitingar24. mars 2015

6 áhugaverð námskeið í Evrópu


Youthpass learning agora - Energy by Synergy - Intercultural learning through sports - From Diary to certificate - In between - Grow up your EVS!

Við erum að leita að réttu þátttakendunum til að senda á þessi frábæru námskeið og hver veit nema þú sért manneskjan sem við erum að leita að.

Þeir sem fara á námskeið á vegum Evrópu unga fólksins greiða 10% af ferðakostnaði í þátttökugjald en fá styrk fyrir öllum öðrum kostnaði, nema ef annað er tekið fram.

Nánari upplýsingar hvernig sækja á um námskeiðin ásamt lista yfir öll þau námskeið sem Evrópa unga fólksins styrkir íslendinga til þátttöku á má finna á: http://www.euf.is/category/namskeid


Youthpass learning agora
Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki, verkefnastjóra t.d. í EVS verkefnum
Markmið: Um er að ræða málstofu þar sem skoða á hvernig miðstöðvar lærdóms og þekkingar eiga að líta út í nútíma samfélagi og hvernig hægt er að meta og viðurkenna óformlegt nám.
Hvar: La Rochelle, Frakklandi
Hvenær: 12. – 16. maí 2015
Umsóknarfrestur: 22. mars 2015
Skoða nánar/sækja um

“Energy by Synergy”
Fyrir: Þá sem stafa með ungu fólki
Markmið: Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig best er að koma varanlegu samstarfi við önnur samtök í Evrópu inn í almennt skipulag sitt.
Hvar: Konstancin-Jeziorna, Póllandi
Hvenær: 24. – 29. maí 2015
Umsóknarfrestur: 23. mars 2015
Skoða nánar/sækja um


Social Inclusion and Intercultural Learning through Sports
Fyrir: Þá sem stafa með ungu fólki
Markmið: Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig hægt er að nýta íþróttir í starfi með ungu fólki sem tæki til að stuðla að jafnri þátttöku allra og auka fjölmenningarfærni ungs fólks.
Hvar: Chaves, Portúgal
Hvenær: 4. – 8. maí 2015
Umsóknarfrestur: 26. mars 2015
Skoða nánar/sækja um


From Diary to Certificate
Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki, verkefnastjóra t.d. í EVS verkefnum
Markmið: Um er að ræða málstofu þar sem á að skoða hvernig best er að skrá niður lærdóm í verkefnum og koma þeim lærdómi inn í Youthpass skírteini.
Hvar: Búlgaríu
Hvenær: 26. – 31. maí 2015
Umsóknarfrestur: 30. mars 2015
Skoða nánar/sækja um


IN BETWEEN – Supporting youngsters in transition childhood to adulthood
Fyrir: Þá sem stafa með ungu fólki, félagsráðgjafa sem eru að vinna með ungu fólki
Markmið: Á þessu námskeiði verður skoðað hvernig hægt er að styðja á heildrænann hátt við ungt fólk sem er að slíta barnskónum.
Hvar: Mollina, Spáni
Hvenær: 17. – 23. maí 2015
Umsóknarfrestur: 31. mars 2015
Skoða nánar/sækja um

17. mars 2015

Jónas Vigfússon hlaut Gullmerki ÍSÍ og Sigurður Eiríksson tók sæti varaformans.

Fimmtudaginn 12. mars fór fram 94. ársþing UMSE. Þingið var haldið í Funaborg á Melgerðismelum, félagsheimili Hestamannafélagsins Funa, en félagið hafði jafnframt umsjón með þinginu.  Vel var mætt á þingið og voru þátttakendur alls 45, fulltrúar frá aðildarfélögum og stjórn, gestir og starfsmenn þingsins. Þess má geta að fulltrúar frá 11 af 14 aðildarfélögum voru á þinginu, auk fulltrúa stjórnar og var mætingin um 75% af mögulegum heildarfjölda fulltrúa.  Þingið var nú haldið í annað sinn að kvöldi til á virkum degi.

Þingið gekk vel fyrir sig og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar. Alls voru 14 tillögur samþykktar, sem munu eiga þátt í að móta starf UMSE næstu árin. Þar ber hæst að stefna UMSE 2015-2020 var samþykkt samhljóða og er ljóst að hún mun móta mikinn hluta starfsins næstu árin.

Að venju fóru fram kosningar á þinginu til stjórnar og varastjórnar, skoðunarmanna reikninga og til sjóðsstjórnar Landsmótssjóðs UMSE. Að þessu sinni var kosið um varaformann og gjaldkera í stjórn UMSE. Sigurður Eiríksson var kjörinn varaformaður UMSE, en Edda Kamilla Örnólfsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Einar Hafliðason var endurkjörinn gjaldkeri. Í varastjórn, voru endurkjörin Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Svarfdæla og Gunnar Ingi Ómarsson, Umf. Æskunni.  Auk þeirra var Jóhannes Gísli Pálmason, Umf. Smáranum kjörinn í varastjórnina. Aðrir sem sitja í stjórn UMSE eru Bjarnveig Ingvadóttir, formaður, frá Umf. Svarfdælum, Sigrún Finnsdóttir, ritari, frá Umf. Smáranum og Þorgerður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, frá Umf. Samherjum.

Á meðan kvöldverði þingsins stóð voru veittar heiðursviðurkenningar til nokkurra einstaklinga. Anna Kristín Árnadóttir, Sigurður Eiríksson, Óskar Þór Vilhjálmsson, Brynjar Skúlason, Þorgerður Guðmundsdóttir og Kristján Ólafsson hlutu öll starfsmerki UMSE. Jónas Vigfússon, Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Marinó Þorsteinsson hlutu öll Gullmerki UMSE. Fulltrúi Íþrótta- og ólympíusambandsins á þinginu, Viðar Sigurjónsson, veitti fyrir hönd ÍSÍ Óskari Þór Vilhjálmssyni Silfurmerki ÍSÍ og Jónasi Vigfússyni Gullmerki ÍSÍ. Haukur Valtýsson, varaformaður Ungmennafélags Íslands veitti Hafdísi Dögg Sveinbjarnardóttur og Stefáni Sveinbjörnssyni starfsmerki UMFÍ og Hringi Hreinssyni Gullmerki UMFÍ. UMSE óskar þessu einstaklingum til hamingju.

Á þinginu var að venju veittur Félagsmálabikar UMSE. Bikarinn er veittur af stjórn til þess félags sem talið er hafa staðið sig vel varðandi innra starf félagsins, bæði varðandi íþróttastarf og almennt félagsstarf. Að þessu sinni hlaut Umf. Þorsteinn Svörfuður bikarinn og tók Ómar Hjalti Sölvason, stjórnarmaður félagsins við viðurkenningunni.

Þinggerðin verður aðgengileg á vefsíðu UMSE, www.umse.is, innan skamms. Sömuleiðis verður hægt að nálgast ársskýrslu UMSE á vefnum. Einnig má geta þess að nýsamþykkt stefna UMSE verður aðgengileg á sama stað.

UMSE færir öllum þeim fulltrúum sem tóku þátt í þinginu þakkir fyrir vel unnin störf. Fráfarandi stjórnarfólki eru þökkuð þeirra störf í þágu UMSE og óskað velfarnaðar. Sérstakar þakkir fá Eyjafjarðarsveit sem studdi dyggilega við þinghaldið og Bústólpi ehf., aðalstyrktaraðili UMSE.


5. mars 2015

Aðalfundur Smárans verður haldinn í leikhúsinu á Möðruvöllum kl. 11.00, sunnudaginn 8. mars.

Á fundinum verða venjulega aðalfundarstörf. Allir áhugasamir um starf félagsins hvattir til að mæta.


20. janúar 2015

Íþróttaæfingar Smárans vorönn 2015

Æfingarnar verða á mán., þri. og fim strax eftir skóla í íþróttahúsinu á Þelamörk og standa til kl.15.50.
Bandý verður á mánudögum. Þjálfarar; Dellurnar.
Fótbolti verður á þriðjudögum. Þjálfari; Þórólfur Sveinsson....
Badmintonæfingar verða á fimmtudögum. Þjálfari; Ingólfur Ómar Valdimarsson.

Minnum ykkur á heimasíðu Smárans smarinn.umse.is en þar eru ýmsar upplýsingar um starfsemi ungmennafélagsins og fréttir því tengdu, auk þess sem við setjum þar inn tilkynningar til iðkenda.


20. janúar 2015

Sigrún Jónsdóttir (í Fagraskógi) ætlar að halda áfram að bjóða upp á jógatíma í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Tímarnir verða á laugardögum kl.10.00 -11.15 og eru allir 18 ára og eldri eru velkomnir.

Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Sigrúnu jógakennara í síma 862-2434 eða á netfanginu bjorkinheilsa@gmail.com. Enn er hægt að skrá.


20. janúar 2015

BÝR KRAFTUR Í ÞÉR?

Smáþjóðaleikarnir þarfnast framlag sjálfboðaliða. Vilt þú taka þátt sem sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík dagana 1.-6. júní 2015. Hefur þú áhuga á að kynnast jákvæðu fólki í skemmtilegu umhverfi, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel sjá ný íþróttamet slegin?

Smáþjóðaleikarnir eru einstakur viðburður í íslenskri íþróttasögu og því hvetur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands alla sem hafa áhuga á að taka þátt í leikunum að skrá sig á heimasíðunni www.iceland2015.is eða hér.

Á Smáþjóðaleikunum eru fjölbreytt verkefni sem reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu fyrir alla sjálfboðaliða 18 ára og eldri. Sjálfboðaliðar fá til eigna glæsilegan fatapakka sem ÍSÍ veitir frá ZO·ON á. Upplýsingar um fatnað sjálfboðaliða er á heimasíðunni http://www.iceland2015.is/islenska/natturulegur-kraftur/sjalfbodalidar/fatnadur-sjalfbodalida/ eða hér.

Til að lýsa betur hvað felst í Smáþjóðaleikum hefur verið gefið út fréttabréf. Þú getur séð fréttabréfið á heimasíðu Smáþjóðaleikanna www.iceland2015.is eða hér.

Skráningin felst í tveimur skrefum. Fyrra skrefið er að skrá grunnupplýsingar en í síðara skrefinu eru skráðar ítarlegri upplýsingar. Eftir að þú hefur skráð grunnupplýsingar færð þú sendann tölvupóst með hlekk til að ljúka seinna skrefinu. Til þess að skráningin þín sé fullgild þarf að ljúka við seinna skrefið með því að fara inná hlekkinn og skrá umbeðnar upplýsingar. Það er betra að vera tímalega í að skrá sig sem sjálfboðaliða þar sem rafrænni skráningu lýkur 21. febrúar.

Lukkudýr Smáþjóðaleikana hefur verið kynnt. Lukkudýrið ber sterk einkenni íslenskrar náttúru og þann náttúrulega kraft sem einkennir land og þjóð. Sjáið teiknimyndasögu um fæðingu lukkudýrsins, http://www.iceland2015.is/islenska/natturulegur-kraftur/lukkudyrid/ eða hér.

Allar upplýsingar um Smáþjóðaleikana 2015 er að finna á:  

Heimasíðu Smáþjóðaleika 2015, www.iceland2015.is.
Fésbókarsíðu Smáþjóðaleika 2015, www.facebook.com/gsse2015.26. nóv. 2014

Jólasprell Smárans!!

Þriðjudaginn 2. desember ætlar Smárinn að hafa leikja- og sprelldag í íþróttahúsinu við Þelamörk. Við munum byrja

kl.14.20 og vera til kl.16.00. Unglinganefnd Smárans mun sjá um leikjadagskránna, síðan munum við fá okkur eitthvað gott í gogginn J

Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa gaman, saman J

Foreldrar einnig hvattir til að mæta og taka þátt!


26. nóv. 2014

Um næstu helgi stendur Borðtennisnefnd UMSE fyrir æfingabúðum í borðtennis í samstarfi við Umf. Samherja.
Kennari í æfingabúðunum kemur frá Borðtennissambandi Íslands. Einnig verður aðili frá Pingpong.is með í för og ætlar að vera með hluta af vöruúrvalinu sínu meðferðis.

Æfingabúðirnar fara fram á Hrafnagili og verða í þremur lotum.  Fyrsta lotan er milli kl. 9:00 og 12:00 á laugardaginn 29. nóv. og önnur milli kl.14:00 og 17:00 þann dag.  Þriðja lotan verður svo frá kl. 9:00 til 12:00 á sunnudaginn 30. nóv. Klukkan 13:00 hefst síðan opið borðtennismót.

Það eru ekki aldurstakmörk í æfingabúðirnar og þær eru iðkendum að kostnaðarlausu.  Það er frjálst að mæta í eina lotu eða fleiri eftir því hvað hverjum hentar og hvaða tíma hann hefur. Mótsgjöld í borðtennismótinu eru 500 krónur fyrir hvern þátttakanda.

Nýtum nú tækifærið, yngri sem eldri, og fjölmennum um næstu helgi.
Nánari upplýsingar veita Sigurður Eiríksson og Starri Heiðmarsson í Borðtennisnefnd UMSE.


4. nóv. 2014

Vegna dræmrar þátttöku  hefur verið ákveðið að fella niður badmintonæfingarnar á föstudögum kl. 13.00-14.20. Nemendum 1.-4. bekkjar stendur til boða að æfa með eldri krökkunum á þriðjudögum kl. 14.20-16.00. 


6. okt. 2014

Því miður verðum við að fella niður fótboltaæfingu fimmtudaginn 9. okt. Næsta æfing verður 16. okt. og verður það fyrsta inniæfing vetrarins


6. okt. 2014

Nú ætlar Sigrún Jónsdóttir (í Fagraskógi) að bjóða upp á jógatíma fyrir íbúa Hörgársveitar.  Þeir verða á laugardögum kl.10.30 -11.45 í Leikhúsinu á Möðruvöllum.  Tímarnir  hefjast nú á laugardaginn, 4. október.  Allir 18 ára og eldri eru velkomnir.


Gjald, fram að jólum er  5500 kr.  en fyrir félaga í Smáranum  4500 k r. skráning og nánari upplýsingar eru hjá Sigrúnu jógakennara í síma 862-2434 eða á netfanginu bjorkinheilsa@gmail.com. Enn er hægt að skrá.23. sept. 2014

Nú geta þeir sem hafa keppt fyrir hönd Smárans eða UMSE sótt um ferðastyrk til UMSE.

Stjórn UMSE veitir ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa. Stjórnin setur sér vinnureglur um þessa styrki og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september.

Á heimasíðu UMSE er að finna upplýsingar um þessa styrki, vinnureglurnar og umsóknareyðublöð.

15. sept. 2014

Íþróttatímarnir innanhúss byrja mánudaginn 15. september. Æfingarnar á mán., þri. og fim verða strax eftir skóla í íþróttahúsinu á Þelamörk og standa til kl.15.50 en á fös. hefjast æfingarnar kl. 13 og standa til 14.20.

Frjálsar íþróttir/bandý verða á mánudögum. Þjálfari; Andri Fannar Gíslason.

Badmintonæfingar verða á þriðjudögum (árg. 2004 og eldri) og föstudögum (árg. 2005 og yngri). Þjálfarar; Ingólfur Ómar Valdimarsson og Kristján Jónsson.

Fótbolti verður á fimmtudögum. Þjálfari; Þórólfur Sveinsson.


14. júlí 2014
Hér koma upplýsingar frá Þorsteini framkvæmdastjóri UMSE  varðandi Unglingalandsmóti UMFÍ.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Eins og undanfarin ár geta keppendur skráð sig sjálfir í gegnum skráningarkerfi Unglingalandsmótsins www.umfi.is. Mótsgjald er kr. 6.000.- á hvern einstakling 11 – 18 ára sem skráir sig til keppni. Aðrir greiða ekkert gjald en þó geta þeir tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið verður upp á. Vakin er athygli á því að keppendur þurfa að ganga frá greiðslu keppnisgjalda á netinu til að ljúka skráningu, en í ár verður ekki boðið upp á greiðslu á staðnum.

Mótssetningin verður á föstudagskvöldið 1. ágúst en mótsslit um miðnætti sunnudagsins 3. ágúst. Keppnisgreinarnar að þessu sinni eru: Bogfimi, Dans, Frjálsíþróttir, Glíma, Golf, Hestaíþróttir, Knattspyrna, Körfubolti, Motocross, Siglingar, Skák, Stafsetning, Strandblak, Sund, Tölvuleikur, Upplestur, Íþróttir fatlaðra ( boðið verður upp á keppni í frjálsíþróttum og sundi).

Stefnt er á að opna svæðið formlega upp úr hádegi á miðvikudegi fyrir mót. Tjaldsvæðið verður á Nöfunum fyrir ofan aðalíþróttasvæðið, með aðgangi að rafmagni og snyrtingum.
Gríðarlega fjölbreytt afþreying verður á mótinu og þar munu allir finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölmargir landsþekktir skemmtikraftar munu koma fram en einnig verða í boði fjölbreytt verkefni stór og smá. Mótið er vímulaust með öllu.

UMSE verður að venju með samkomutjald á tjaldstæði félagsins. Við munum bjóða til  grillveislu laugardagskvöldið 2. ágúst. Veislan er keppendum UMSE að kostnaðarlausu. Aðstandendur og fylgdarfólk eldri en 18 ára, greiða 1.000.-, yngri frítt. Við biðjum alla að taka með sér sína eign diska og drykkjarföng. Óskað er eftir því að þá sem langar að taka þátt í veislunni tilkynni það í tölvupósti: umse@umse.is.

Stefnt er að því að í samkomutjaldi UMSE verði boðið upp á kvöldkaffi keppnisdaganna. Okkur langar að biðja keppendur og aðstandendur þeirra að hjálpa til með það og leggja til smáræði í kaffið. Það geta verið kleinur, muffins o.fl. þess háttar. 

Þátttaka í skrúðgöngunni er okkur mikilvæg til að koma fram sem einn hópur. Við leggjum mikla áherslu á að allir klæðist UMSE galla í henni. Við biðjum alla sem ætla að keppa og ekki eiga galla að reyna að verða sér út um galla að láni. 

Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á aðstoð vinsamlegast hafið samband við skrifstofu UMSE í síma: 868-3820 eða í tölvupósti: umse@umse.is.

29. júní 2014
Því miður verðum við að fella niður frjálsíþróttaæfinguna í kvöld.  Sjáumst hress á fótboltaæfingu annað kvöld.
 
10. júní 2014
Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur fyrri keppnisdegi Bústólpamóts UMSE verið frestað til 19. júní.
Seinni keppnisdagur er því orðinn sá fyrri og fer fram samkvæmt áætlun á Dalvíkurvelli, 12. júní. Skráningarfrestur fyrir þann keppnisdag færist til kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní.
Þeir sem hafa áhuga á því að keppa á mótinu hafi samband við Siggu Guðmunds. í síma 894-4355.

5. júní 2014

Bústólpamót UMSE 2014 verður haldið þriðjudaginn 10. júní á Æskuvelli á Svalbarðseyri og 12. júní Dalvíkurvelli. Keppni hefst báða dagana klukkan. 17:30.

Keppt verður í flokkum 9 ára og yngri, 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára, 16-17 ára og karla og kvennaflokki.

Keppnisgreinar á Æskuvelli 10. júní:

9 ára og yngri: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.

10-11 ára: Boltakast, langstökk, 60 m, víðavangs –hindrunarhlaup.

12-13 ára: 60 m og hástökk.

14-15 ára: 100 m og hástökk.

16 ára og eldri:100 m og hástökk.

Keppnisgreinar á Dalvíkurvelli 12. júní:

12-13 ára: Kúluvarp og spjótkast.

14-15 ára: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast.

16 ára og eldri: Kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast.

Þeir sem hafa áhuga á því að keppa á mótinu hafi samband við Siggu Guðmunds. í síma 894-4355.

3. júní 2014

Smáraæfingar sumarsins hefjast miðvikudaginn 11. júní 2014

á grasvellinum við skólann. Æfingarnar eru gjaldfrjálsar.

 Æfingatímarnir eru þrír og eru eftirfarandi:

 

Sun. 19.30-21.00. Frjálsar íþróttir.

Þjálfari: Andri Fannar Gíslason

 

Mán. 19.30-21.00. Fótbolti.
Þjálfari: Arnór H. Aðalsteinsson

 

Mið. 20.00-21.30. Fótbolti og frjálsar.
Þjálfarar: Arnór og Andri.                   

3. júní 2014
Stjórn Smárans þakkar Ingileif Ástvaldsdóttur, Guðmundi Sigvaldasyni og hlaupurunum þann daginn fyrir aðild þeirra að Guðmundarhlaupinu laugardaginn 24. maí. Einnig þökkum við kærlega fyrir framlögin sem komu inn á reikning félagsins.
 
23. maí 2014
Nú geta iðkendur Smárans sótt um styrk til UMSE.
Stjórn UMSE veitir ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa.
Stjórnin setur sér vinnureglur um þessa styrki og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september


22. maí 2014
Þann 24. maí n.k. hleypur Ingileif, skólastjóri Þelamerkurskóla, leiðina Guðmund og safnar um leið fyrir Ungmennafélagið Smárann. Í fyrravor hljóp Ingileif 30 km. leið í Hörgársveit sem hún tileinkaði bata Guðmundar  sveitarstjóra og nefndi hún leiðina Guðmund.

Það var Guðmundur sjálfur sem valdi að safnað yrði fyrir Smárann í ár. 

Ingileif áformar að vera við bæinn Ós  kl.12:15 og þaðan geta allir sem vilja hlaupið með niður að Hjalteyri. Það er um það bil 5 km leið. Hvetjum við alla til að taka þátt og leggja góðu málefni lið! Nú þegar hafa nokkrir Smárakrakkar sýnt áhuga á að fylgja Ingileif síðustu km.

Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni og styrkja Smárann geta lagt upphæð að eigin vali inn á reikning Smárans: 302 26 523 kt. 541080-0239 /Skýring Guðm.


8. maí 2014
Síðasta æfing vetrarins verður á morgun, föstudaginn 9. maí 2014.  Sumaræfingar hefjast í byrjun júní og verða auglýstar hér á heimasíðunni og með dreifimiðum sem fara á alla bæi sveitarinnar.


8. maí 2014

Helgina 20. – 22. júní verður fjórða Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík.

Búið er að opna fyrir skráningu á mótið þannig að nú er um að gera að skrá sig.

Skráning fer fram á www.umfi.is þar er einnig að finna dagskrá mótsins og allt um keppnisgreinar mótsins.


6. maí 2014

Dagana 4.-10.ágúst nk. heldur Føroya Ungdómsráð, FUR, leiðtogaskóla NSU í Selstæð sem er í um klukkustundar fjarlægð frá Þórshöfn í Færeyjum.

Þema leiðtogaskólans í ár er nýsköpun, hugmyndavinna og efling ungs fólks á norðurlöndum. Í leiðtogaskólanum fá þátttakendur að upplifa Færeyska náttúru, mat og menningu í bland við útiveru og útivist sem veitir reynslu og upplifun til æviloka. Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.nsu.is/files/2014/files/InvitationNordiskLederskole2014.pdf

UMFÍ á sæti fyrir 5 þátttakendur á aldrinum 18.-30. ára  að þessu sinni og styrkir alla þátttakendur sína til ferðarinnar. Skráningarfrestur í Leiðtogaskólann rennur út 30.maí nk.

Allar nánari upplýsingar um kostnað og styrki veitir Sabína Steinunn landsfulltrúi í síma 568-2929 og á netfanginu sabina@umfi.is.6. maí 2014

Dagana 28. Júlí til 2.ágúst næstkomandi fer fram ungmennavika NSU í Noregi. Ungmennavika NSU rennur að þessu sinni inn í stórviðburð sem Norsk Frilynt heldur fyrir aðildarfélög sín í Noregi ár hvert og heitir SplæshCamp. Dagskráin er stórglæsileg og þema vikunnar að þessu sinni er leikhús, kvikmyndagerð og menning tengt norrænum glæpasögum. Á SplæshCamp mæta um 350 ungmenni víðsvegar frá Noregi og þátttakendur frá hinum norðurlöndunum verða um 60. Hér má finna frekari upplýsingar um vikuna: http://www.nsu.is/files/2014/files/NordiskUngdomsugeogspl%C3%A6shCamp2014.pdf

UMFÍ á sæti fyrir 12 þátttakendur að þessu sinni og styrkir alla þátttakendur sína til ferðarinnar. Skráningarfrestur á ungmennavikuna rennur út 20.maí nk.

 Allar nánari upplýsingar um kostnað og styrki veitir Sabína Steinunn landsfulltrúi í síma 568-2929 og á netfanginu sabina@umfi.is.


27. mars 2014

Farið verður í hina árlegu fjölskylduferð Smárans upp að  Þverbrekkuvatni í Öxnadal, sunnudaginn 30. mars nk. Þar munum við m.a. dorga og leika okkur á sleðum og þotum. Munið að taka með ykkur nesti, veiðistangir og snjóþotur. Allir eru velkomnir og er mæting við Háls kl. 10:30.

Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband við Árna Arnsteins í síma 866 7501.

17. mars 2014

Ársþing UMSE var haldið að Rimum í Svarfaðardal, 13. mars 2014.  Á þinginu var að venju veittur Félagsmálabikar UMSE. Bikarinn er veittur af stjórn til þess félags sem talið er hafa staðið sig hvað best varðandi innra starf félagsins, bæði varðandi íþróttastarf og almennt félagsstarf. Að þessu sinni hlaut Umf. Smárinn bikarinn og tók formaður félagsins, Jónína Garðarsdóttir, við viðurkenningunni.


3. mars 2014
Það verða engar æfingar í vikunni því við tökum okkur vetrarleyfi í Smáranum. Við byrjum aftur þriðjudaginn 11. mars.  Við minnum síðan á aðalfund félagsins þriðjudagskvöldið 4. mars kl. 20.00 í leikhúsinu á Möðruvöllum.

25. febrúar 2014

Ungmennafélag Íslands boðar til vinnufundar og stefnumótunarvinnu vegna landsmóta UMFÍ á Akureyri nk. fimmtudag.  Á fundinum köllum við eftir áliti og hugmyndum fundargesta um hvernig mótin eigi að þróast og í hvaða farveg þau eigi að fara.

 

Fundurinn verður í Búgarði, Óseyri 2 og hefst kl. 17:00

Frekari upplýsingar veitir Ómar Bragi Stefánsson,

landsfulltrúi UMFÍ, s. 898 1095 eða omar@umfi.is


17. febrúar 2014
Aðalfundur Smárans verður haldinn í leikhúsinu á Möðruvöllum kl. 20.00, þriðjudaginn 4. mars.
Á fundinum verða venjulega aðalfundarstörf. Allir áhugasamir um starf félagsins hvattir til að mæta.

16. janúar 2014

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar.  Boðið verður upp á nám á 1. 2. og 3. stigi ÍSÍ sem er alm. hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir fyrir allar íþróttagreinar. 

Vakin skal sérstök athygli á því að í fyrsta sinn er nú nám á 3. stigi í boði sem er sjálfstætt framhald náms á 1. og 2. stigi.  3. stig ÍSÍ er síðasta stigið á framhaldsskólastigi.  Alls fimm kennarar koma að kennslunni á þessu stigi með sérþekkingu á því efni sem þeir kenna s.s. í íþróttasálfræði, íþróttameiðslum, íþróttastjórnun o.fl.   Verið er að vinna að undbúningi náms á 4. og 5. stigi sem er á háskólastigi.

Frekari uppl. á isi.is7. janúar 2014
Æfingar hefjast aftur í næstu viku eftir jólafrí. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 14. janúar. Æfingarnar verða á sömu dögum og fyrir jól frá kl. 14.30-16.00 og eru gjaldfrjálsar.

Þriðjudagar: Badminton, þjálfari er Ingó
Fimmtudaga: Fótbolti, þjálfari er Garðar
Föstudaga: Frjálsar, þjálfari er Stefán


2. janúar 2014

UMSE mun standa fyrir tveimur fyrirlestrum á Dalvík 4.-5. janúar.

Fyrirlestrarnir fara fram í Dalvíkurskóla og eru ætlaðir íþróttakrökkum,

11 ára og eldri. Ekkert þátttökugjald er að fyrirlestrinum og eru foreldrar sérstaklega velkomnir. Fyrirlestrarnir eru haldnir í tengslum við frjálsíþróttaæfingabúði UMSE.

 

Markmiðasetning

Laugardaginn 4. janúar, kl. 18:00.

Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála á Akureyri, mun fjalla um markmiðasetningu íþróttafólks:

        Hvað er markmiðssetning?

        Til hvers markmiðssetning?

        Árangursrík markmiðssetning.

 

Heilbrigður lífsstíll

Sunnudaginn 5. janúar, kl. 13:00.

Sonja Sif Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur, fjallar um heilbrigðan lífsstíl:

        Mikilvægi þess að borða hollt og vel.

        Mikilvægi svefns.

        Mikilvægi hvíldar til að ná árangri í íþróttum og lifa heilbrigðu lífi.

        Mikilvægi vatnsneyslu.

        Muninn á orkudrykkjum og íþróttadrykkjum.

        Jákvæð hugsun.


Nánari upplýsingar á veitir skrifstofa UMSE

9. des. 2013
Síðustu Smáraæfingarnar fyrir jól verða í þessari viku.  Æfingarnar hefjast aftur í janúar og verða auglýstar hér á síðunni. 
 
5. des. 2013
Hið árlega Jólamót Samherja verður haldið í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardaginn 7. desember klukkan 13:00-16:00/17:00. Krakkar 9 ára og yngri keppa í þrautabraut sem hefst klukkan 13:00. Eldri iðkendur geta keppt í þrístökki án atrennu, langstökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi (sjá: mot.fri.is). Keppnisgjaldið er 1500 kr. og innifalið í því er samloka, drykkur og mandarína.
 

13. nóv. 2013

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.
Vakin er athygli á því að að þessu sinni er úthlutað í samræmi við nýja og mikið breytta reglugerð sjóðsins og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE.
 
Einnig er að finna á vefsíðunni umsóknareyðublað sjóðsins.
 
 
1. nóv. 2013
Nú eru fótboltaæfingarnar hafnar.  Eðvarð Þór Eðvarðsson mun þjálfa fótboltann í vetur og verða æfingarnar á fimmtudögum strax eftir skóla til kl. 16.00.
 
10. okt. 2013

Jæja krakkar, nú er komið að því að sprikla og hreyfa sig eftir ágæta pásu frá sumaræfingum Smárans.

Íþróttatímarnir byrja föstudaginn 11. október og verða strax eftir skóla í íþróttahúsinu á Þelamörk og standa til kl.16.00.

Badmintonæfingar verða á þriðjudögum. Þjálfari; Ingólfur Ómar Valdimarsson.

Frjálsar íþróttir verða á föstudögum. Þjálfari; Stefán Þór Jósefsson.

Fótboltaæfingar munu hefjast síðar í mánuðinum og verða á fimmtudögum. Nánari upplýsingar um æfingarnar munu birtast á hér á vefsíðu Smárans.

Ennfremur viljum við benda á að UMSE er með samning við UFA þar sem þeir iðkendur okkar sem vilja æfa oftar í viku geta æft hjá UFA. Þessar æfingar eru eingöngu ætlaðar fyrir 11 ára og eldri. Hafa þarf samband við UFA og leiðbeina þeir ykkur með áframhaldið, t.d. varðandi æfingagjöld, tíma og fleira.