1. mars 2016 Mánudagskvöldið 7. mars kl. 20.00 verður aðalfundur Ungmennafélagsins Smárans haldinn í matsal Þelamerkurskóla. Dagskrá: 1. Fundarsetning og skipan starfsmanna 2. Ársskýrsla stjórnar 3. Ársreikningar 4. Kosið í nefndir og stjórn 5. Önnur mál 6. Fundarslit Hvetjum alla áhugasama um starf félagsins að mæta. Pizzur í boði félagsins.
Bestu kveðjur, stjórn Ungmennafélagsins Smárans 18. janúar 2016 Æfingar í íþróttahúsinu fyrir grunnskólakrakkana verða einungis á fimmtudögum fram á vorið. Boðið verður upp á fótbolta strax eftir skóla á fimmtudögum og stendur æfingin til 15.50. 5. janúar 2015 Gleðilegt ár! Þrettándabrenna Smárans verður laugardaginn 9. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland. Kveikt verður í brennunni kl. 20:00 og á sama tíma fara púkar á stjá. Eftir brennuna verður BINGO (á vegum Smárans) og kaffihlaðborð í Þelamerkurskóla (fjáröflun fyrir ferð nemenda í skólabúðir). Sjáumst hress og kát á laugardagskvöldið. 6. okt. 2015 Hagræn áhrif íþrótta
Fimmtudaginn 8. október kl. 15:00-17:00 fer fram málþing um hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskóla Íslands. Málþingið er ætlað öllum sem láta sig íþróttir og áhrif þeirra í samfélaginu varða. Dagskrá: 15:00-15:10 – Opnun málþings Skráning: skraning@isi.is
Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ: Ragnhildur Skúladóttir (ragnhildur@isi.is s: 514 4000 / 8634767)
1. okt. 2015 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna. Málþingið fer fram 6. október kl: 16:30-18:00 í Háskólanum á Akureyri. Dagskrá: Hafrún Kristjánsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir – Geðrænn vandi og algengi hans hjá íþróttamönnum. Sævar Ólafsson – Íþróttaiðkun í mótvindi og svartnætti. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður, segir frá glímu sinni við geðræna erfiðleika. Ráðstefnustjóri: Ragnhildur Skúladóttir Skráning fer fram á skraning@isi.is Allir velkomnir 1. október 2015 Málþing um hagræn áhrif íþrótta í samfélaginu. Kynnt verður frumrannsókn á helstu þáttum íþrótta sem hafa efnahagsleg áhrif á samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi menntaog menningarmálaráðuneytis, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskóla Íslands. Málþingið er ætlað öllum sem láta sig íþróttir og áhrif þeirra í samfélaginu varða. Skráning: skraning@isi.is Haldið 8. október 2015 kl. 15:00-17:00 Staðsetning: Laugardalshöll, eystri inngangur Málþingsstjóri: Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Félag kvenna í atvinnulífinu Dagskrá: 1. 15:00-15:10 – Opnun málþings 2. 15:10-16:00 – Kynning áfangaskýrslu, Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor og Dr. Viðar Halldórsson lektor 3. 16:00-16:10 – Kaffihlé 4. 16:10-16:40 – Pallborðsumræður Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, Dr. Þórólfur Þórlindsson, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Dr. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands. 5. 16:40-17:00 – Fyrirspurnir og umræður úr sal 6. Dagskrálok 4. september 2015 Íþróttatímarnir okkar byrja mánudaginn 7. september. Æfingarnar verða strax eftir skóla í íþróttahúsinu á Þelamörk og standa til kl.15.50 Fimleikar verða á mánudögum næstu 6 vikurnar (til 12/10), þá tökum við stöðuna og sjáum til hvort við höldum áfram eða breytum yfir í badminton/bandý. Þjálfari; Inga Matthíasdóttir. Fótbolti verður á fimmtudögum. Þjálfari; Þórólfur Sveinsson. Minnum ykkur svo á facebook síðuna en þar eru ýmsar upplýsingar um starfsemi ungmennafélagsins og fréttir því tengdu, auk þess sem við setjum þar inn tilkynningar til iðkenda. 7. júlí 2015 Hér kemur bréf frá stjórn UMSE vegna Unglingalandsmótsins: Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er nú komin í gang. Mótið er að þessu sinni haldið á Akureyri dagana 30. júlí – 2. ágúst. Fjöldi keppnisgreina hefur aldrei verið meiri á mótinu og stefnir í að þetta verði stærsta Unglingalandsmótið til þessa. Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi mótsins skraning.umfi.is. Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 26. júlí. Þátttökugjald er kr. 6.000.- og er best að greiða það við skráningu. Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill og getur. Keppnisgreinar Afþreying Tjaldsvæðið Þátttaka UMSE á mótinu UMSE mun gefa út sérstakan upplýsingabækling fyrir keppendur sína. Þar koma fram upplýsingar fyrir keppendur UMSE, dagskrá í tjaldbúðum UMSE og ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar. Samkomutjald UMSE Grillveislan Upplýsingar um þátttöku UMSE 7. júlí 2015 Sunnudaginn 12. júlí, milli 13-16, ætlum við í Smáranum að hjálpa til við að setja upp Miðaldamarkaðinn á Gásum. Okkur vantar fólk til að aðstoða okkur við verkið. Við þiggjum alla hjálp en við leitum sérstaklega eftir fólki sem er 14+. Þetta verkefni er fjáröflunarverkefni fyrir Smárann og rennur ágóðinn til sumaræfinganna. Ef þið hafið tök á að aðstoða okkur við þessa fjáröflun (og um leið upplifa að sjá hvernig miðaldamarkaðurinn rís) hafið samband við Jónínu Garðars í síma 899-4933. 7. júlí 2015 Félaginu var að berast bréf frá Unglingalandsmótsnefnd Kæri ungmennafélagi. 6. júlí 2015 Miðvikudaginn 8. júlí verður Sumarmót UMSE á Dalvík. Mótið er haldið í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla. Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum: 9 ára og yngri: boltakasti, 6om og langstökki 10-11 ára: spjótkasti, 60m og langstökki 12-13 ára: spjótkasti, 60m og langstökki Mótið hefst kl. 16:30. Hægt er að sjá keppnisgreinar og tímasetningar þeirra á slóðinni mot.fri.is með því að smella á Sumarmót UMSE. Skráning er á frjálsíþróttaæfingu Smárans í kvöld, mánudag eða á staðnum. Á æfingu í kvöld fá börnin miða með upplýsingum um mótið og geta þá spurt þjálfara ef einhverjar spurningar vakna. Þátttökugjald er 1.000.- á mann, óháð fjölda greina en Smárinn greiðir fyrir sína keppnismenn. Í flokkum 10-11 ára og 9 ára og yngri fá allir þátttökuverðlaun, en í flokki 12-13 ára eru veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti. 8. júní 2015 Minnum ykkur á að æfingar Smárans byrja í dag (mánudaginn 8. júní) kl. 20 (frjálsar). Hvetjum ykkur til að sameinast í bíla á æfingar. 6. maí 2015 FRJÁLSÍÞRÓTTA ÆFINGABÚÐIR 24. mars 2015 Sérstakir styrkir vegna viðburða í Evrópskri ungmennaviku
Niðurstöður munu liggja fyrir 31. mars. |